Tímabundið er hægt að nálgast hlustunarefni með bókinni hér:
Tónlist og umhverfi
Tónlist er hluti af öllu sem er. Hún er í hjarta okkar, hugsunum og tilfinningum. Tónlistin er í umhverfinu, náttúrunni og jafnvel geimnum. Hún leikur stórt hlutverk í lífi okkar á hverjum degi. Þetta námsefni fjallar um tónlist og umhverfi. Um það hvernig tónlistin kemur til okkar úr ýmsum áttum og hvernig við getum búið hana til á svo margan hátt.
Kennsluleiðbeiningar fást með bókinni og þeim fylgir hlustunarefni á geisladiski og inni á læstu svæði kennara.