1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Um víða veröld – Jörðin

Um víða veröld – Jörðin

 • Höfundur
 • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
 • Myndefni
 • Ýmsir
 • Vörunúmer
 • 7012
 • Skólastig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2013
 • Lengd
 • 168 bls.

Kennslubók í landafræði, einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Bókinni er skipt í átta kafla. Í hverjum kafla er að finna megintexta, rammagreinar til fróðleiks og ítargreinar um áhugaverð málefni. Í lok hvers kafla er að finna fjölbreytt verkefni. Í bókinni er fjöldi korta, skýringarmynda og ljósmynda sem útskýrir lesefnið enn frekar.Fyrsti kaflinn fjallar um tilurð jarðar og jarðsöguna, gang himintungla og ferðir mannsins út í geiminn.Í öðrum kafla er rætt um uppbyggingu jarðar, innri og ytri öfl sem móta landið og breyta. Í þriðja kafla er fjallað um landakort, hvernig þau nýtast manninum og nýjungar í kortagerð. Í fjórða kafla er umræða um náttúru, gróður og loftslag. Í fimmta kafla er fjallað um en höfin, hafstrauma og auðlindir hafsins. Í sjötta kafla er efni um auðlindir og orku, endurnýjanlega og óendurnýjanlega orku og mikilvægi þess að vanda umgengni við auðlindirnar. Í sjöunda kafla er gerð grein fyrir búsetu og skipulagsmálum á jörðinni. Í áttunda kafla kaflanum farið í umhverfismál og velt upp mörgum áleitnum samfélagsmálum.