1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Veiðiferðin, pdf

Veiðiferðin, pdf

Opna vöru
 • Höfundur
 • Hanna Kristín Þorgrímsdóttir
 • Myndefni
 • Bergrún íris Sævarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 8931
 • Skólastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2013
 • Lengd
 • 7 bls.

Veiðferðin 1–5 er æfingaefni í lestri fyrir byrjendur og fjallar um krakka sem fara í veiðiferði inn á Arnarvatnsheiði. Um er að ræða sögu sem gert er ráð fyrir að lesin sé fyrir börnin og léttan texta í fimm heftum sem þau lesa sjálf. 
Markmiðið er að börnin þjálfist í að hlusta og upplifa söguefniðum leið og tækifæri gefst til að styrkja orðaforða þeirra og málkennd sem er undirstaða lestrarskilnings. Upplestrinum er þannig ætlað að skapa undirstöðu sem auðveldar börnunum lestur lestextans. Æskilegt er einnig að börnin venjist á að hlusta á sögur án þess að alltaf fylgi mynd og sjái fyrir sér sögusviðið á sinn hátt.
Sögunni, sem hér má finna í heild, er skipt í fimm kafla sem birtast aftast í lesheftunum. Kennari getur valið um að lesa alla söguna fyrir börnin í upphafi til að þau fái heildarmynd af söguþræðinum eða lesa kafla þess heftis sem barnið á að lesa hverju sinni. Í sögunni koma fyrir ýmis orð og hugtök sem eru mörgum börnum framandi og nauðsynlegt að útskýra. 

Mikilvægt er að börnin heyri söguna og skilji efni hennar áður en þau takast á við að æfa sig að lesa litlu heftin sjálf.


Tengdar vörur