Í þessari bók er safn fjölbreyttra verklegra æfinga í eðlis og efnafræði. Æfingarnar má nýta með hvað grunnefni í náttúrufræðum sem er. Við val á verkefnum er tekið mið af aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði og umhverfismennt sem gefin var út 2007. Verkefnin eru miðuð við nemendur á miðstigi er geta auðveldlega nýst fyrir önnur aldursstig. Í byrjun bókarinnar eru upplýsingar fyrir kennara þar sem m.s er fjallað um uppbyggingu námsefnisins, skipulag námsins og námsmat. Kennarasíða fylgir síðan hverju verkefni.
Æfingarnar taka á eftirfarandi þáttum:
Orka og orkuform
Bylgjur og rafmagn
Bygging og eiginleikar efnis og efnabreytingar
Kraftur og hreyfing.