Þessi mynd er úr flokknum Viðfangsefni vísindanna sem hentar vel til kennslu á efsta stigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Hér er greint frá því hvernig aukin þekking vísindamanna hefur smátt og smátt varpað ljósi á gerð og byggingu frumeinda. Fjallað er um róteindir, rafeindir og nifteindir og í því samhengi einnig sætistölu og massatölu. Loks er fjallað um skipan rafeinda í frumeindum og hvernig þær ganga eftir ákveðnum brautum.