Þessi mynd hentar vel til kennslu á efsta stigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Til að starfa eðlilega þarfnast mannslíkaminn kolvetna sem orkugjafa, fitu í orkuforða og fyrir sum frumulíffæri og prótína fyrir byggingu og starfsemi flestra frumulíffæra, auk svolítils af vítamínum og steinefnum. Í þessari mynd er sýnt hvernig hægt er að komast að því hvaða matvæli innihalda kolvetni, fitu eða prótín með einföldum prófunum.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.