Yrkjuvefurinn er kennsluvefur um skógrækt, sem einkum er ætlaður grunnskólanemendum á miðstigi grunnskóla. Efnið er hugsað sem stuðningsefni við Yrkjuverkefnið og þá gróðursetningu sem tengist því, en nýtist einnig öllum þeim sem vilja fræðast um tré skóga og gróðursetningu.
Á vefnum er margvíslegur fróðleikur um tré og skóga, svo og leiðbeiningar um gróðursetningu og skógrækt. Þar er gagnagrunnur um 29 trjátegundir sem hægt er að nota við greiningu á trjám. Ennfremur eru á vefnum leiðbeiningar um notkun vefjarins, svo og ítarefni. Þar eru eyðublöð þar sem hægt er að sækja um þátttöku í gróðursetningaverkefni Yrkju og fyrir framkvæmdarskýrslu gróðursetningar.
Vefurinn er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og Skógræktar Íslands og Yrkjusjóðs.