Námslokanúmer á framhaldsskólastigi

Númer námsbrautalýsinga framhaldsskóla

Skólar ákveða nöfn brauta en hver braut fær einkvætt auðkenni sem saman stendur af fjórum tölum.

Dæmi: Listnámsbraut (15-6-3-7), stúdent – hæfniþrep 3

 

Hver tala hefur eftirfarandi merkingu:

Fyrsta talan = ár,

önnur talan =staðfestingarnúmer í námskrárgrunni,

þriðja talan =hæfniþrep námsins,

fjórða talan =námslok.

 

Eftirfarandi 12 námslok eru skilgreind í aðalnámskrá og er það aftasta talan í númeri brautar:

1 - Framhaldsskólapróf á fyrsta þrepi;

2 - Önnur lokapróf á fyrsta þrepi;

3 - Framhaldsskólapróf á öðru þrepi;

4 - Próf til starfsréttinda á öðru þrepi;

5 - Önnur lokapróf á öðru þrepi;

6 - Bóknámsbrautir til stúdentsprófs (þriðja þrep);

7 - Aðrar brautir til stúdentsprófs (þriðja þrep);

8 - Próf til starfsréttinda á þriðja þrepi;

9 - Önnur lokapróf á þriðja þrepi;

10 - Próf til starfsréttinda á fjórða þrepi;

11 - Viðbótarnám við framhaldsskóla (fjórða þrep);

12 - Nám fyrir nemendur á starfsbraut (fyrsta þrep).