Dagbók

Dagbókin er einkum ætluð nemendum með skertan málþroska og lítt þroskað tímaskyn.

 Meginmarkmið með notkun hennar er að nemendur öðlist betra tímaskyn en ella og fái skýrari yfirsýn yfir atburðarás í daglegu lífi. Hún spannar einn mánuð og er byggð upp á þann hátt að hver dagur vikunnar hefur sinn lit. Ætlast er til að hún sé notuð í samvinnu barnsins og aðila sem mest eru með því, t.d. í skóla, á heimilum, dagvist o.s.frv. og fylgi barninu á milli heimilis/dvalarstaðar og skólans sem það sækir. Dagbókin er gerð að frumkvæði og í samvinnu við Félag áhugafólks um Downs-heilkenni.