Sproti 2b – aukin og endurskoðuð útgáfa nemendabókar sem kom fyrst út árið 2009. Bókin er í flokki kennslubóka í stærðfræði fyrir yngsta stig grunnskóla. Henni fylgja kennarabók, æfingahefti og verkefnablöð.
Helstu efnisþættir eru: Samhverfa, tvöfalt meira, helmingi minna, sléttar tölur, oddatölur, reikningur með tölum upp í 100, flatarmál, reikningur, marghyrningar, hringir og rúmfræðiform.
Próf eru á læstu svæði kennara.