Hægt er að nálgast rafræna útgáfu kennarabóka á læstu svæði kennara.
Kennarabók með Sprota 4B sem er í flokki kennslubóka í stærðfræði fyrir yngsta stig grunnskóla. Í Sprota er lögð áhersla á margs konar kennsluaðferðir og misþung verkefni. Markmiðin eru skýr, textar eru stuttir og auðlesnir. Próf eru inn á læstu svæði kennara undir Stærðfræði og lausnir eru á Sproti – Veftorg.
Efnisþættir í Sprota 4b eru:
* Ummál og flatarmál
* Margföldun og deiling 2
* Mælingar og tugabrot
* Almenn brot
* Reikningur
* Tölfræði