1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Stafaplánetur

Stafaplánetur

Opna vöru
  • Höfundur
  • Hugmyndavinna: Sylvía Guðmundsdóttir
  • Upplestur
  • Sólveig Guðmundsdóttir
  • Myndefni
  • Grafísk hönnun og teikningar: Kári Gunnarsson. Smámyndir: Björn Þór Björnsson
  • Vörunúmer
  • 8915
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2013

Stafaplánetur er gagnvirkur vefur ætlaður börnum sem eru að byrja að læra bókstafina. Á honum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Vefurinn gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.

Velja má um þrjá leiki.

Velja staf: Hér eru bókstafirnir kynntir. Barnið velur sjálft staf og fær að vita hvað stafurinn heitir, hvað hann segir og hvernig hann birtist í algengu orði.

Finna staf: Nú á barnið að velja staf eftir fyrirmælum og því reynir á að það þekki stafinn, þ.e. geti greint hann frá öðrum stöfum. Ef barnið velur rétt breytir stafurinn um lit á stafaborðinu. Haldið er áfram þangað til allir stafirnir hafa fengið nýjan lit.

Spora staf: Markmið þessa leiks er að barnið átti sig á hvernig dregið er til stafsins. Barnið velur staf á stafaborða í plánetunni og fer ofan í línurnar með músinni eða fingrinum í samræmi við örvarnar sem birtast.