Hægt er að nálgast rafræna útgáfu kennarabóka á læstu svæði kennara.
Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Efnið er framhald af flokknum Sproti sem er fyrir yngsta stig. Stika býður upp á sveigjanleika í stærðfræðikennslunni með því að gefa kennurum möguleika á að nota mismunandi kennsluaðferðir.
Í kaflanum Um Stiku eru markmið hvers kafla nákvæmlega tilgreind og þar er einnig tillaga að tímaáætlum um námsframvindu á árinu. Kennarabókin fylgir nemendabókinni frá blaðsíður til blaðsíðu þar finnur kennarinn það sem hann þarf til daglegs undirbúnings og skipulagningar kennslunnar. Aftast í bókinni eru nokkur blöð til ljósritunar sem kennari mun þurfa í tengslum við tiltekna námsþætti nemendabókarinnar.