Hljóðbók með samnefndri kennslubók. Á löngum, dimmum vetrarkvöldum sátu sögumenn í íslenskum baðstofum fyrri alda. Þeir sögðu sögur meðan fólkið sat á rúmum sínum og vann. Þær segja frá álfum, tröllum, huldumönnum, galdramönnum, draugum, sæbúum, virtum mönnum og heimskum, englum og púkum, kristi og kölska. Þessar sögur eru kallaðar þjóðsögur og ævintýri. Í þessarri bók eru 44 þjóðsögur og ævintýri sem skiptast í 8 flokka: Álfar og huldufólk, draugar, galdrar, kímni- og ýkjusögur, tröll, helgisögur, úr sjó og vötnum og útilegumenn.