Fræðslumyndin er byggð á Gísla sögu Súrssonar og er dæmigerð um siðvenjur fornaldar, hin hörðu lög hefndarinnar, ættarböndin og hetjulundina sem menn ólu í brjósti sér. Foreldrar Gísla, systkini hans, Þorkell og Þórdís, fluttust ásamt honum utan úr Noregi til Íslands seint á landnámstíma. Þau reistu sér bú við Dýrafjörð og komust fljótt í mægðir við Þorstein þorskabít, er Þórdís giftist Þorgrími goða syni hans. Gísli var giftur Auði, systur Vésteins farmanns og voru þeir mágar og fóstbræður. Vésteinn er veginn á laun, en Gísli lét ekki skort á sönnunum hindra að hefnd kæmi fyrir Véstein. Þá var Gísli sekur gerr og átti í langri útlegð.