Þessi mynd hentar vel til kennslu á efsta stigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Lífverur á jörðinni eru allar gerðar úr frumum. Í þessari mynd er fjallað um mítósu, sem er sagan af því hvernig kjarni innan frumu skiptir sér um leið og fruman sjálf skiptir sér í tvær dótturfrumur með DNA sem er nákvæmlega eins og í móðurfrumunni. Þetta er grundvöllurinn fyrir því að lífverur geti vaxið og endurnýjað sig.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.