Þessu bókarkorni er ætlað að vera verkfæri í höndum fatlaðra skólanema, á öllum skólastigum, sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs svo þeir geti tekið þátt í leik og starfi almennra skóla. Fatlaður nemandi getur nú rétt aðstoðarfólki sínu, kennurum og samnemendum þetta verkfæri og sparað sér og sínum mörg orð, misskilning og jafnvel sársauka.