Námsefni á vef ætlað nemendum á unglingastigi grunnskóla. Efnið kom upphaflega út árið 2004 en hefur nú verið endurskoðað, bæði texti og myndir.
Um er að ræða m.a. kynningu, verkefni, lýsingar á vinnuferli og ýmiss konar fróðleik um fatahönnun. Lýst er í grófum dráttum hvernig fatahönnuður vinnur og út frá hvaða forsendum. Nemendur fá innsýn í það hvernig hönnuður undirbýr sig, hvað hann þarf að gera og hvernig. Vinnuferlið er svo útskýrt nánar með því að fylgjast með verki frá hugmynd til afurðar.
Í námsefninu má að auki finna kafla um sögu tískunnar og um innlenda og erlenda fatahönnuði ásamt kennsluleiðbeiningum.
Námsefni þetta er ætlað til að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á þessari list- og starfsgrein.