Kennsluleiðbeiningar og verkefni með bókinni Lífið í Ásgarði - gullnar töflur í grasi. Edda Snorra Sturlusonar geymir bestu lýsingar sem við eigum af ásatrú. Lífið í Ásgarði - Gullnar töflur í grasi er önnur bókin af þremur en sjálfstætt framhald bókarinnar Óðinn og bræður hans. Í þessari bók heldur Iðunn Steinsdóttir áfram að endursegja Snorra Eddu fyrir börn. Lýst er lífinu í Ásgarði, klækjum Loka og afkvæmum hans, viskubrunninum, smíði virkisveggjarins og ragnarökum.