Menntamálastofnun hefur ákveðið að innkalla endurskinsmerki þau sem stofnunin gaf leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi. Endurskinsmerki þau sem um ræðir voru gefin leikskólabörnum frá tveggja ára aldri og nemendum í 1. bekk grunnskóla í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn var hátíðlegur 9. nóvember sl.
Neytendastofa vakti athygli stofnunarinnar á því að ofangreind endurskinsmerki uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra skv. gildandi lögum, reglugerðum og staðli, sbr. lög nr. 134/1995 og reglugerð nr. 635/1999 og staðlinum ÍST EN 13356 – Endurskinsbúnaður til almenningsnota – Prófunaraðferðir og kröfur. Menntamálastofnun stóð í þeirri trú að vörur frá viðkomandi framleiðanda uppfylltu ítrustu kröfur.
Menntamálastofnun lítur málið mjög alvarlegum augum, enda varðar það öryggi barna og hefur gert ráðstafanir með að innkalla merkin nú þegar og mun stofnunin gefa börnunum ný merki í staðinn.
Nánari upplýsingar veitir: Erla Ósk Guðjónsdóttir s: 5147500