SFA beinir sjónum að frammistöðu nemenda við ýmis viðfangsefni og fjölbreyttar aðstæður í skólanum. SFA er markbundið matstæki og tekur til athafna sem styðja við nám og félagsleg samskipti í skólanum. Kennarar sem og aðrir svara spurningalista um þátttöku, stuðningsþörf og færni nemandans. SFA gefur hagnýtar upplýsingar og heildstæða sýn á styrkleika og þarfir nemandans. SFA stuðlar að þverfaglegri samvinnu um áherslur, markmið og leiðir í kennslu og þjálfun. SFA gagnast vel við endurmat, mat á framvindu og árangur af þjónustu.
Matshefti SFA samanstendur af stuttum spurningalistum um frammistöðu nemenda við ýmis viðfangsefni í skólanum og þeir fagmenn sem koma að barninu í skólaumhverfinu fylla út matsheftið.
SFA matstækið skiptist í þrjá meginhluta:
- Þátttaka
- Stuðningur við viðfangsefni
- Færni við athafnir
(Coster, Deeney, Haltiwanger og Haley, 1998)
Menntamálastofnun hefur hætt dreifingu á prófgögnum þar sem stöðlun og samningar við erlenda aðila hafa runnið út.