Til 10. júní 2016 geta nemendur breytt umsókn sinni hafi þeir skipt um skoðun eða ekki staðist inntökuskilyrði á þær námsbrautir sem þeir sóttu um í forinnritun. Ef nemendur vilja ekki breyta umsókn sinni þarf ekki að aðhafast neitt frekar á þessu tímabili og stendur umsóknin frá forinnrituninni. Þegar grunnskólum hefur verið slitið í vor flytjast skólaeinkunnir (lokavitnisburður) nemenda rafrænt til þeirra skóla sem þeir sóttu um hjá. Umsækjendur geta séð námsferil sinn inni í umsókn sinni um framhaldsskóla á vefnum menntagatt eftir 10. júní. Nemendur eru hvattir til að yfirfara einkunnir og láta vita ef eitthvað er ekki eins og á að vera.