1. Forsíða
  2. Próftími

Próftími

Próftíminn er sá tími sem nemandinn fær til að vinna að prófverkefnum – svara spurningum og skrifa ritgerðir. Þar við bætist sá tími sem fer í leiðbeiningar til nemenda og nafnakall. Skólastjóri skal sjá til þess að próf hefjist á tilsettum tíma. Miðað skal við að allir nemendur séu sestir og geti hafist handa án truflunar á þeim tíma. Á tilsettum tíma í lok prófs eiga allir nemendur að hafa skráð sig út úr prófi sínu. Eftirfarandi töflur sýna tímasetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2016.

 

7. bekkur dagsetning fyrirlögn 1 fyrirlögn 2
Íslenska 22. september kl. 09:00 - 10:20 10:40 - 12:00
Stærðfræði 23. september kl. 09:00 - 10:20 10:40 - 12:00

 

4. bekkur dagsetning fyrirlögn 1 fyrirlögn 2
Íslenska 29. september kl. 09:00 - 10:10 kl. 10:30 - 11:40
Stærðfræði 30. september kl. 09:00 - 10:10 kl. 10:30 - 11:40

Samræmd könnunarpróf hefjast kl. 9:00 að morgni prófdags og er próftími 70 mínútur í 4. bekk og 80 mínútur í 7. bekk. 

Hefjist próf fyrr eða síðar en þessar tímasetningar segja til um hliðrast aðrar tímasetningar til í samræmi við það. Gott er að skrifa þann tíma á töflu eða minnisblað í stofunni. Mikilvægt er að tímamörk séu virt.

<<Fyrri kafli

>>Næsti kafli

Efnisyfirlit