Vakin er athygli á ráðstefnu um mat og mælingar á árangri skólastarfs þann 20. september n.k. Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram ólík sjónarmið um hvernig best megi styrkja gæði í íslensku menntakerfi.
Komdu á ráðstefnuna
Mat og mælingar á árangri skólastarfs - Vegur til farsældar?
Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram ólík sjónarmið um það hvernig best megi efla gæði íslenska menntakerfisins. Fjallað verður um atriði á borð við:
- gott skólastarf,
- matsaðferðir og mælikvarða,
- alþjóðlegar kannanir og fleiri hugtök sem tengjast umræðunni.
Ráðstefnugjaldið er 4000 kr.
Staður og stund
Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 20. september 2016 og hefst kl. 13:00 - 16:45 í salnum Súlnasal á Hótel Sögu, Radison BLU.