Ráðgjafarnefnd Menntamálastofnunar
Samkvæmt lögum um Menntamálastofnun nr. 91/2015 þá hefur forstjóri sér til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn.
Kennararáð
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar kennararáð, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Kennararáð hefur starfsaðstöðu hjá Menntamálastofnun.