1. Forsíða
  2. Vísbending um breytingu á stafsetningarkunnáttu

Vísbending um breytingu á stafsetningarkunnáttu

Menntamálastofnun hefur gert óformlega könnun á þróun stafsetningar á samræmdum könnunarprófum síðustu ára og kemur í ljós að nemendum hefur farið aftur í henni en það rímar við niðurstöður PISA síðustu ára.

Samræmd könnunarpróf hafa hingað til verið birtingarskyld sem þýðir í raun að sömu verkefnin hafa sjaldan verið notuð oftar en einu sinni til prófs. Þó nokkuð mörg orð rata þó í stafsetningarhluta prófanna og við fyrstu sýn eru niðurstöður þeirrar skoðunar sláandi og á pari við afturför í PISA-prófum.

Skoðuð voru nokkur algeng orð sem prófuð hafa verið í 7. bekk með nokkurra ára millibili. Ekki er unnt að skoða þróunina í 10. bekk þar sem nokkuð langt er síðan prófað var sérstaklega í stafsetningu í þeim árgangi.

Orðin sem skoðuð voru eru þess eðlis að ekki sýnist ástæða til að ætla að þau séu minna eða meira notuð í dag en fyrir 10 til 15 árum síðan. Til dæmis var orðið apríl skoðað og kom í ljós að árið 1997 gátu 86 prósent 7. bekkinga stafsett það rétt. Fjórum árum síðar var hlutfallið komið niður í 76 prósent.

 

Orð

Ártal

Hlutfall

Ártal

Hlutfall

Heilbrigða

2002

76%

2005

60%

Íslenska

2004

71%

2010

59%

Gagnrýna

2008

57%

2015

45%

Systkini

2000

66%

2008

44%

skrifað 11. JAN. 2017.