Ábendingar hafa borist Menntamálastofnun um að erfitt sé að meta stöðu nemenda út frá fyrirlögn lesfimiprófa Lesferils í janúarglugga. MMS telur mikilvægt að koma því á framfæri að samanburðarhæfar niðurstöður verða ekki tilbúnar til notkunar fyrir kennara fyrr en um miðjan febrúar. Ástæður fyrir því eru eftirfarandi:
Þrátt fyrir að lesfimiprófin hafi verið þyngdarmæld (með lix-aðferð) þá eru þau misþung vegna þess að efnistök, orðaforði og frásagnarmáti verður alltaf ólíkur milli próftexta. Þyngd slíkra prófa verður því ekki samanburðarhæf nema búið sé að jafna út þennan þyngdarmun sem birtist í stöðlun prófanna.
Niðurstöður sem birtast inni í Skólagátt í dag eru hráar stigatölur sem á eftir að umbreyta (varpa) yfir í samanburðarhæfar mælitölur. Skólagátt er enn í þróun og því miður er ekki búið að setja vörpunartöflur úr stöðlun lesfimiprófanna þar inn. Unnið er að því að setja þær inn en vörpunartöflurnar leiðrétta þennan þyngdarmun prófanna og vonumst við til að þær niðurstöður verði tilbúnar um miðjan febrúar.
Það er mjög mikilvægt að kennarar haldi áfram að setja inn niðurstöður prófanna til þess að tölfræðingarnir hafi sem mest af upplýsingum til að vinna úr og prófin verði þannig sem best úr garði gerð.
Okkur þykir mjög leitt að þessi staða hafi valdið kennurum vandræðum og biðjumst velvirðingar á því að prófniðurstöður skuli ekki vera orðnar samanburðarhæfar stra