Bordbombe inniheldur margvísleg orð og texta en í henni eru meðal annars smásögur og ljóð eftir danska höfunda. Einnig sjálfspróf, skrýtlur, vandræðaleg augnablik og dægurlagatextar.
Nemendur geta unnið nokkuð sjálfstætt með efnið og oft valið framsetningu verkefna. Mörg verkefni má vinna í snjalltækjum ef áhugi er fyrir því.
Bordbombe er einnig aðgengileg sem flettibók.