Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun efna til fundaraðar um niðurstöður PISA 2015.
Fyrirlestrarnir fara fram fimmtudaga frá klukkan 15:00 – 16:30 í stofu H205 í húsnæði Menntavísindasvið í Stakkahlíð.
Fundirnir verða sendir beint út. Á fyrsta fundinum, þann 9. febrúar munu Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor, Baldur Sigurðsson, dósent og Steinunn Torfadóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjalla um stöðu lesskilnings. Settir verða inn tenglar fyrir hverja málstofu.