Niðurstöður úr lesfimiprófum í Skólagátt
 
Niðurstöður úr lesfimiprófum frá því í september 2016 og janúar 2017 eru nú aðgengilegar í Skólagátt. Undir janúarprófunum má finna hnapp; Sækja niðurstöður úr lesfimiprófi á excel formi. 
Í excel skjalinu eru tveir flipar. Annar er með niðurstöðum á töfluformi og hinn með niðurstöðum í súluriti þar sem jafnframt er hægt að bera niðurstöður nemenda saman við lesfimiviðmið viðkomandi árgangs. Rétt er að taka fram að þau viðmið miðast við frammistöðu nemenda á lesfimiprófum í maí.
Nánari upplýsingar um hvernig finna má niðurstöður eru hér. 
Fyrirspurnir varðandi lesfimiprófin sendist á [email protected].

