Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun efna til fundaraðar um niðurstöður PISA 2015.
Á þessum fjórða og síðasta fundi PISA í hnotskurn mun Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands ræða um einkenni skóla og nemenda.
Fundurinn verður sendur beint út og má fylgjast með honum hér.
Fyrirlestrarnir fara fram fimmtudaga frá klukkan 15:00 – 16:30 í stofu H205 í húsnæði Menntavísindasvið í Stakkahlíð.