Ritstjórar Menntamálastofnunar stóðu fyrir opnu húsi fimmtudaginn 23. mars fyrir kennara á yngsta stigi. Kynnt var nýtt námsefni og minnt á eldra efni sem reynst hefur vel í kennslu í hverri og einni námsgrein.
Umræður sköpuðust um hvað kennarar eru ánægðir með og hvaða efni þeir óska helst eftir. Höfðu sumir á orði að það hefði verið gott að sjá nýtt efni en ekki síst að rifja upp eldra efni. Aðrir sögðu að það væri ánægjulegt að finnast þeir hafa áhrif með því að hitta og ræða við ritstjórana.
Kynningin var ekki síður ánægjuleg fyrir ritstjóra og þakka þeir kennurunum fyrir komuna.
Hér má sjá fleiri ummæli gestanna frá því á fimmtudag:
„Gott andrúmsloft hérna og góð kynning.“
„Rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt af vefnum sem ég var búin að gleyma.“
„Fékk hugmyndir að samþættingu námsgreina.“
„Ætla að hvetja mína vinnufélaga til að mæta á opið hús.“
„Mér finnst ég fá að hafa áhrif með því að koma og hitta ykkur.“
„Mjög gagnlegt og gott að koma og sjá nýtt efni og rifja upp gamalt sem er til.“
„Margt sem ég hef ekki séð áður á vefnum.“
„Margt sem ég vissi ekki að væri til.“
Framundan eru fleiri kynningar og er sú næsta fimmtudaginn 30. mars þar sem námsefni á miðstigi verður kynnt. Kennarar eru hvattir til að koma í heimsókn, sjá dagskrána hér.