„Takk fyrir mig“
Kennarar á unglingastigi komu á námsefniskynningu í Menntamálastofnun fimmtudaginn 6. apríl.
Létt var yfir öllum og urðu þeir sem mættu margs vísari um nýtt námsefni. Einn kennari hafði á orði að nú væri hann spenntur fyrir páskafríinu að grúska, skoða og lesa. Annar kennari svaraði ,,ég var spennt fyrir páskafríinu en nú er ég bara spennt fyrir næsta vetri.“
Ritstjórar þakka kennurum fyrir komuna.
Fleiri ummæli þátttakenda:
– „Mjög gagnleg kynning."
– „Gott viðmót og vel tekið á móti okkur, afslappað og notalegt."
– „Frábær kynning sem opnaði augu mín fyrir komandi árum. Hefði þurft á þessu að halda í byrjun skólaárs."
– „Verulega gott að fá innsýn í vefinn og öll ,,torgin“ – sérstaklega leikritasmiðjuna."