Rafbók með bókinni Tunglið sem er önnur bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar.
Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt.