1. Forsíða
  2. Húsfyllir á námsefniskynningu fyrir kennara á yngsta stigi

Húsfyllir á námsefniskynningu fyrir kennara á yngsta stigi

Frábær kynning, takk fyrir mig.

Húsfyllir var á námsefniskynningu fyrir kennara á yngsta stigi sem ritstjórar Menntamálastofnunar stóðu fyrir miðvikudaginn 3. maí. Þar fengu kennarar innsýn í og upprifjun á námsefni sem Menntamálastofnun gefur út fyrir yngsta stig grunnskólanna.

Ritstjórar tóku til máls hver af öðrum og kynntu sérstaklega efni í lífsleikni, samfélagsgreinum, stærðfræði, listgreinum og íslensku á yngsta stigi. Nýtt efni í tónmennt, Tónlist og líkaminn, var kynnt og hugmyndir nefndar varðandi samþættingu við lestur og íslensku. Að lokum var bent á Leikritasmiðjuna sem vekur ávallt lukku. 

Takk fyrir komuna til okkar í Menntamálastofnun.

     

     

     

     

     

     

     

 

 

 

skrifað 04. MAí. 2017.