Orðalagið vegin orð á mínútu er notað um lesfimi þegar búið er að stilla af niðurstöður úr lesfimimælingu út frá þyngd textans sem nemandinn las. Þá er miðað við texta sem nemendur í öllum árgöngum grunnskólans lesa. Með þessu er verið að búa til jafnan stígandi feril og þannig komið í veg fyrir að breytileiki í þyngd mismunandi texta skekki niðurstöður.