1. Forsíða
  2. Breyttar dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 9. bekk 2017-2018

Breyttar dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 9. bekk 2017-2018

Í framhaldi af fundi samráðshóps um rafræn próf hafa Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið ákveðið að endurskoða dagsetningar  samræmdra könnunarprófa í 9. bekk skólaárið 2017 til 2018.

Áður hafði verið tilkynnt með bréfi dagsettu 13. desember 2016 að ætlunin væri að hafa tvo prófdaga í 9. bekk. Horfið verður frá því fyrirkomulagi og prófað á þremur dögum þannig að hver námsgrein fær sinn prófdag.

Eftirfarandi prófdagar verða því í 9. bekk skólaárið 2017 til 2018:

Vikudagur

dagsetning

bekkur

fag

próftími

Miðvikudagur

7. mars 2018

9. bekkur

íslenska

150 mínútur

Fimmtudagur

8. mars 2018

9. bekkur

stærðfræði

150 mínútur

Föstudagur

9. mars 2018

9. bekkur

enska

150 mínútur

 

Tvær próflotur verða haldnar á prófdögum en hver nemandi þreytir hvert próf einungis einu sinni.  Miðað er við að fyrri lota hefjist klukkan 8:30 að morgni og sú seinni  kl. 11:30.  Skólastjóri skipuleggur hvenær nemendur þreyta próf. 

Með tilkomu rafrænna prófa hefur skólastjóri sveigjanleika til að hefja próf 30 mínútum fyrir eða eftir viðmiðunartíma.

Ekki verður breyting á prófdögum fyrir 4. og 7. bekk  skólaárið 2017-2018. 

skrifað 07. JúN. 2017.