Innritun nýnema fyrir haustönn 2017 lýkur um miðnætti 9. júní og eftir það lokast fyrir umsóknir.
Nemendur eru hvattir til að ganga frá umsóknum sem allra fyrst þar sem mikið álag er á kerfinu rétt fyrir miðnætti síðasta daginn. Það gæti því það farið svo að erfitt verði að breyta umsóknum á þeim tíma.
Eins eru nemendur hvattir til að vanda valið og ganga úr skugga um að þeir uppfylli inntökuskilyrði í þá skóla sem þeir sækja um.
Hafa ber í huga að innritun í framhaldsskóla hefur gengið vel undanfarin ár og hafa 99% nemenda fengið skólavist í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir sóttu um.
Komi upp vandamál við skráningu má senda fyrirspurn á tölvupóstfangið [email protected] og á Facebook-síðuna Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla.