1. Forsíða
  2. Lestur er lykill að ævintýrum - kall eftir ágripum

Lestur er lykill að ævintýrum - kall eftir ágripum

Læsisráðstefnan Lestur er lykill að ævintýrum verður haldin á vegum Menntamálastofnunar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands laugardaginn 18. nóvember nk. við Háskóla Íslands. 

Boðið verður upp á erindi fyrir leik- og grunnskóla frá erlendum og íslenskum fyrirlesurum.
Einnig verða málstofur og verður þeim skipt upp í eftirfarandi flokka:
 
·        Leikskóli
·        Yngsta stig grunnskóla
·        Miðstig grunnskóla
·        Unglingastig
 
Áherslur ráðstefnunnar eru:
 
·        Hvernig eflum við áhuga nemenda á lestri?
·        Hvað er hægt að gera til að nemendur nái betri árangri í lestri?
·        Hvað geta kennarar gert til að stuðla að betri árangri í lestri?
·        Horft verður bæði til hópastarfs og einstaklingsmiðaðrar lestrarkennslu.
 
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn ágrip fyrir 4. september nk.
 
Senda ágrip

Viltu vita meira?
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri á Menntavísindastofnun ([email protected] / 525-5388) og Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar ([email protected] / 525-4165).

skrifað 16. áGú. 2017.