Vinnubækur við lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa hafa verið endurútgefnar og eru nú með tengikrókum og hjálparlínum.
Efnið skiptist í fjórar vinnubækur, lestrarbækur, örbækur, lestrarspil, kennsluleiðbeiningar o.fl. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er einkum ætlað nemendum sem þarfnast hægrar og kerfisbundinnar innlagnar á hljóðum og bókstöfum og markvissrar þjálfunar í tengingu hljóða til að ná valdi á lestrartækninni. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu.
Listin að lesa og skrifa - vinnubók 1
Listin að lesa og skrifa - vinnubók 2
Listin að lesa og skrifa - vinnubók 3
Listin að lesa og skrifa - vinnubók 4
Sækja má verkefni og kennsluhugmyndir á veftorgið Íslenska á yngsta stigi.