Um er að ræða 21 myndaspjald í stærðinni 10x15 cm með samnefndri smábók eftir Gerði Kristnýju. Spjöldin eru hugsuð til að æfa nemendur markvisst í munnlegri – og skriflegri tjáningu. Myndirnar má nota á ýmsan hátt til að skoða og ræða um án sögubókarinnar, áður en bókin er lesin eða eftir að hún er lesin.
Aftan á spjöldunum eru spurningar og verkefni eftir Kristjönu Pálsdóttur sem miðast við að nemendur svari annað hvort munnlega eða skriflega. Myndaspjöldin bjóða upp á fjölbreytta notkun og nýtast allt í senn í hópum, paravinnu og í einstaklingskennslu.