Í lok september sl. þreyttu um 9.000 nemendur í 4. og 7. bekk samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður nemenda voru sendar skólum fyrir nokkru og hafa kennarar kynnt þær fyrir nemendum og foreldrum þeirra.
Menntamálastofnun hefur nú lokið úrvinnslu heildarniðurstaðna samræmdra könnunarprófa fyrir skóla, sveitarfélög, landshluta og kjördæmi sem birtast í skýrslugrunni stofnunarinnar á slóðinni skyrslur.mms.is.