1. Forsíða
  2. Vel sótt og áhugaverð málstofa um námsgögn

Vel sótt og áhugaverð málstofa um námsgögn

Vel heppnuð og vel sótt málstofa um námsgögn er að baki en hún var haldin í dag á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Þar ræddi Tim Oates, einn helsti sérfræðingur heims í námskrárgerð um það hvernig hann hafi komist að mikilvægi námsbóka þegar hann vann við gerð aðalnámskrár grunnskóla í Bretlandi. Í erindi sínu tók hann þó fram að mikilvægt væri að horfa til framtíðar og tvinna saman hefðbundnar námsbækur við nýja tækni.

 Annar fyrirlesari var Ross Mahon, svæðisstjóri Google á Norðurlöndum sem kynnti hvað Google er að gera á sviði menntunar og hver þeirra framtíðarsýn er. Hann sýndi áhugaverðar nálganir við kennslu og þær lausnir sem Google býður upp á.

Fyrirlesararnir tveir birtu tvö mismunandi sjónarhorn sem rýmdu þó saman þegar kom að sýn á námsefni, hvernig halda þarf í hefðbundin námsgögn en tengja þau við þá nýju tækni sem okkur býðst í dag.

 Guðni Olgeirsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hljóp í skarðið fyrir nýjan ráðherra og Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar flutti ávarp.

Málþinginu var streymt beint og hægt er að horfa á útsendinguna á Facebook-síðu Menntamálastofnunar. 

 

skrifað 01. DES. 2017.