Rosamosi og Menntamálastofnun skrifuðu í dag undir samning um forritun prófagrunns fyrir stafsetningarpróf sem verður hluti af Lesferilsprófum Menntamálastofnunar.
Rosamosi er nýsköpunarfyrirtæki sem er m.a. þekkt fyrir smáforritið Mussila sem kennir börnum grunnatriði í tónlist í gegnum leik og smáforritið Orðagull sem er málörvunarforrit fyrir leik- og grunnskólabörn.
Vinna við stafsetningarprófagrunn hefst á nýju ári.