Skipan fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað eftirtalda í fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum.
Aðalmenn:
Sigríður Lára Haraldsdóttir
Bóas Valdórsson
Sigrún Garcia Thorarensen.
Varamenn:
Kristín Lilliendahl
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Selma Barðdal Reynisdóttir.
Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Hægt er að vísa eineltismálum til fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn innan skóla eða sveitarfélags. Skal þá fagráðið veita ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast.
Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig aðilar sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum. Menntamálastofnun hefur umsjón með fagráðinu og tekur við erindum sem beint er til þess.