Læsisverkefni Menntamálastofnunar barst boð frá Ásdísi og Jóhönnu í Kelduskóla Korpu um að kíkja í heimsókn og fylgjast með skólastarfi.
Í samkennslu í 1. og 2. bekk er unnið markvisst að góðum grunni í læsi, stærðfræði og félagsfærni og nýttar eru kennsluaðferðir K-Pals, Pals og Læsisfimmu. Nemendur þeirra Ásdísar og Jóhönnu læra einnig markvisst að vinna með námsfélaga og eru þeir að ná mjög góðum árangri í læsi nú í lok 1. og 2. bekkjar.
Við komum líka við hjá Þuríði í 6. bekk og sáum hvernig unnið er með 6+1 vídd ritunar og Bættu lesturinn sem er sænsk lesskilningsaðferð.
Við þökkum kærlega fyrir heimboðið og góðar viðtökur. Okkur finnst alltaf gaman og gagnlegt að fara á vettvang og fylgjast með öflugu og faglegu skólastarfi.
Andrea Anna, Elsa, Guðbjörg, Hafdís og Heiðrún.