1. Forsíða
  2. Söguboltinn - Lesum í allt sumar!

Söguboltinn - Lesum í allt sumar!

 

Nú er Söguboltanum lokið og því ekki lengur hægt að senda inn þátttökuspjöld. Á næstu dögum verða dregnir út 23 þátttökuseðlar og í kjölfarið haft samband við foreldra þeirra barna sem dregin verða út og hljóta vinninga. 

_________________________________________________________________________________________________________________________

Söguboltinn er skemmtilegur lestrarleikur fyrir krakka á grunnskólaaldri. Dregin verða út þátttökuverðlaun í lok sumars og fá 23 þátttakendur glæsilega vinninga frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Það er einfalt að taka þátt! 

Skilaboð til þátttakenda:

  • Leystu verkefnin og merktu í reitina
  • Merktu seðilinn
  • Taktu mynd af útfylltum þátttökuseðli og sendu okkur myndina fyrir 15. ágúst

Þátttökuseðilinn má einnig nálgast á helstu bókasöfnum víða um land.

Skilaboð til foreldra

Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þær að ekki þarf mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn.

Erfitt getur verið að halda bókum að börnum yfir sumartímann þegar útivera, leikjanámskeið, ferðalög og annað spennandi tekur meira pláss. Foreldrar geta farið ýmsar leiðir til að hvetja börn til lesturs en mikilvægt er að huga að áhugasviði barna þegar kemur að vali á lesefni.

Dæmi um fjölbreyttar leiðir eru t.d. að fara í fjöruferð og lesa svo bók tengda fjörunni þegar heim er komið, lesa uppskriftabók og baka eða elda með barninu í kjölfarið, spennandi er að útbúa lestrarkrók inni eða úti í tjaldi, einnig að lesa undir teppi við vasaljós eða að lesa með stækkunargleri. Fleiri skemmtilegar hugmyndir er að  finna Sumarlæsisdagatali Menntamálastofnunar.

Skemmtileg og hvetjandi leið að lestri er að taka þátt í Söguboltanum sem er leikur fyrir börn fædd á árunum 2003-2011.

Smelltu hér til að horfa á Söguboltaþættina á KrakkaRÚV