Fingrafimi 2 er vefur sem kennir fingrasetningu. Hann hefur verið endurforritaður og er nú orðinn spjaldtölvuvænn.
Á vefnum eru heimalyklarnir úr Fingrafimi rifjaðir upp ásamt æfingum í lyklunum -. og ?, t,m,ð,v,p,u,þ,y,ö,c, broddstafir og komma og textaæfingar. Í hverri æfingu eru þrjátíu verkefni og er leiðbeiningar með öllum verkefnum lesnar upp.
Á vefnum er hægt að prenta út skráningarblöð fyrir nemendur.