1. Forsíða
  2. Vefmálstofa í dag

Vefmálstofa í dag

Í dag mun Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, sjá um vefmálstofu (webinar) þar sem helstu niðurstöður úr nýútkominni grein OECD um kennslu náttúruvísinda í grunnskólum verða kynntar. 

Greinin er unnin upp úr svörum 15 ára nemenda um viðhorf þeirra til náttúruvísinda, kennsluhætti á sviðinu og frammistöðu þeirra í náttúruvísindahluta PISA könnunarprófsins frá 2015. 

Kynningin hefst klukkan 15:00 og hægt er að skrá sig hér

skrifað 19. NóV. 2018.