1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Listin að lesa og skrifa - Vinnubók 3 (rafbók)

Listin að lesa og skrifa - Vinnubók 3 (rafbók)

Opna vöru
  • Höfundur
  • Arnheiður Borg og Rannveig Löve
  • Myndefni
  • Brian Pilkington
  • Vörunúmer
  • 40195
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2018
  • Lengd
  • 32

Í þessari vinnubók eru kenndir bókstafirnir j, f, é, h, t, g, ð og ö auk orðmyndanna segir og minn. Bókin var endurútgefin árið 2017 og er nú með hjálparlínum og tengikrókum.

Vinnubókin er hluti af lestrarkennsluefninu Listin að lesa og skrifa sem er fyrst og fremst byggt á hljóðaaðferð. Efnið skiptist í fjórar vinnubækur, lestrarbækur, örbækur, lesspil, kennsluleiðbeiningar o.fl. Í hverri vinnubók eru kenndir átta hljóð/bókstafir. Sama aðferð og sömu vinnubrögð eru viðhöfð í hvert sinn sem nýtt hljóð er kennt og þjálfað. Hver vinnubók hefur mismunandi lit sem einnig er notaður í titla lestrarbókanna sem fylgja henni. Vinnubók 3 fylgja lestrarbækurnar Afmæli, Melóna, Á Hofi, Í Hólaseli, Tóta og Tumi og Amma er góð. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er einkum ætlað nemendum sem þarfnast hægrar og kerfisbundinnar innlagnar á hljóðum og bókstöfum og markvissrar þjálfunar í tengingu hljóða til að ná valdi á lestrartækninni. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu.


Tengdar vörur